Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 13:08 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira