Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 13:08 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira