Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 13:08 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira