Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 14:42 Kristín Tómasdóttir gagnrýndi borgarfulltrúa harðlega. Vísir/Vilhelm Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. Meirihlutinn í borginni kynnti eftir hádegi í dag tillögur borgarráðs að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar voru sex og ein þeirra að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð fyrr en áætlað var. Kristín Tómasdóttir gekk í pontu að lokinni kynningunni og sagði foreldra fagna fundinum og að hægt væri að sýna þeim einhverjar tillögur til að bregðast við vandanum sem hefði skapast. Það væri hins vegar ekki nóg. Foreldrar hafa undanfarnar vikur ítrekað mikilvægi þess að börn þeirra fái pláss á leikskóla.Vísir/Vilhelm „En okkur þykir það mjög miður og mikil vanvirðing við okkur að við þurfum að eyða kröftunum okkar í að mæta hingað vikulega til að þrýsta á að þið vinnið vinnuna ykkar. Þið vinnið vinnuna ykkar fyrir útsvar sem við greiðum borginni. Við viljum að peningurinn okkar fari í grunnþjónustu svo að samfélagið geti fúnkerað,“ sagði Kristín. „Þið ætluðuð ekki að sinna þessu“ Samfélagið gengi ekki eðlilega á meðan staðan væri svona í leikskólamálum. „Við getum ekki farið í vinnuna okkar vegna þess að þið eruð ekki búin að vinna vinnuna ykkar. Því miður. Við sjáum það best á því að þið eruð að kynna hérna tillögur sem áttu ekki að vera kynntar. Þið ætluðuð ekki að sinna þessu,“ sagði Kristín. „Þið ætluðuð að láta okkur hlusta á svör um að það væru ekki til frekari tillögur í þessum málum, það væri ekki hægt að opna Ævintýraborgir við Nauthólsveg fyrr en eftir dúk og disk. Það ætti ekki að vera hægt og við áttum bara að sýna því skilning.“ Nóg er um að vera í ráðhúsinu og ljósmyndari Vísis vekur hér greinilega áhuga þessa barns.Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi hún fulltrúa í borgarráði fyrir að hafa ekki rætt við foreldrana sem mættu með börnin sín í ráðhúsið í morgun. „Mér finnst það bæði kæruleysi og dónaskapur við okkur og mér finnst líka leiðinlegt að við mætum hérna klukkan 8:45 með börnin okkar, 18 mánaða og yngri og meirihlutinn sér sé ekki fært að koma og tala við okkur. Meirihluti borgarráðs gengur meðfram veggjum og lætur sig hverfa inn í borgarráðsherbergi og talar ekki við okkur,“ sagði Kristín. Einar ekki orðinn sófakartafla í stjórnsýslukerfinu Hún hrósaði þó því að Einar Þorsteinsson einn í meirihluta hafi rætt við foreldrana. „Sem ert ekki orðin sófakartafla í þessu stjórnsýslukerfi, því þú ert nýkominn inn í þessa pólitík og ég vona bara að þessi kraftur haldi áfram í kring um þig og þú þjappist ekki inn í þetta kerfi sem er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Þá gagnrýndi hún framsetningu tillaganna. Of mikið væri um tölur og orð sem þýddu ekkert fyrir foreldrana sem mættir væru til að fá svör. „Við erum ekki áhugafólk um skipulag og innritun í leikskólum í Reykjavík. Við erum hvorki áhugafólk né sérfræðingar um það. Það að einhver sextíu pláss opni á Kirkjusandi 2023 segir mér ekki hvenær barnið mitt kemst inn á leikskóla. Alls ekki,“ sagði Kristín og sagði engin svör felast í þessari kynningu fyrir hana sjálfa. Foreldrar og börn spjalla við fulltrúa í borgarráði.Vísir/Vilhelm „Eina dagsetningin sem við höfum í þessum er í byrjun september varðandi Ævintýraborgir. Mitt barn er rosalega aftarlega á biðlista í aðlögun í Ævintýraborgum við Nauthólsveg og það er fætt í mars 2021. Það segir okkur að Ævintýraborgir við Nauthólsveg losa okkur foreldra barna 18 mánaða og eldri undan þessu bulli sem hefur verið upp á síðkastið,“ sagði Kristín. „En eftir standa rosalega mörg börn og foreldrar barna frá 12 mánaða upp í 18 mánaða. Hér í þessum tillögum eru engin svör um nákvæmlega hvenær við fáum pláss. Við erum búin að vera útsjónasöm, við erum búin að reikna með því að þið ætlið að gefa okkur pláss núna, 1. september.“ Vill niðurgreiðsluna til foreldra Hún benti á að foreldrar í salnum hefðu fengið bréf í marsmánuði þess efnis að börn þeirra fengju pláss á leikskóla 1. september næstkomandi. „Þið eruð að plata okkur og þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur. Það eru engar dagsetningar hérna, það eru engin bein svör. Mér finnst rosalega leiðinlegt að þurfa að vera svona hörð og þurfa að eyða kröftunum mínum í að vera hér og sýna ykkur aðhald,“ sagði Kristín. Fjöldi foreldra barna, sem hafa ekki fengið inn á leikskóla í Reykjavík, er saman kominn í ráðhúsinu.Vísir/Vilhelm Hún hvatti borgarfulltrúana til að útfæra enn betri tillögur í næstu viku og sagðist sakna einnar tillögu. „Það er að þið takið peningana sem er búið að eyrnamerkja hverju einasta barni, 300 þúsund krónur í niðurgreiðslu, og afhendið börnunum okkar þennan pening á meðan við sýnum útsjónarsemi og finnum dagvistun fyrir þau fyrir þann pening.“ Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni svaraði athugasemdum Kristínar í kjölfarið en hlusta má á ræðu hennar og svör Einars í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Meirihlutinn í borginni kynnti eftir hádegi í dag tillögur borgarráðs að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar voru sex og ein þeirra að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð fyrr en áætlað var. Kristín Tómasdóttir gekk í pontu að lokinni kynningunni og sagði foreldra fagna fundinum og að hægt væri að sýna þeim einhverjar tillögur til að bregðast við vandanum sem hefði skapast. Það væri hins vegar ekki nóg. Foreldrar hafa undanfarnar vikur ítrekað mikilvægi þess að börn þeirra fái pláss á leikskóla.Vísir/Vilhelm „En okkur þykir það mjög miður og mikil vanvirðing við okkur að við þurfum að eyða kröftunum okkar í að mæta hingað vikulega til að þrýsta á að þið vinnið vinnuna ykkar. Þið vinnið vinnuna ykkar fyrir útsvar sem við greiðum borginni. Við viljum að peningurinn okkar fari í grunnþjónustu svo að samfélagið geti fúnkerað,“ sagði Kristín. „Þið ætluðuð ekki að sinna þessu“ Samfélagið gengi ekki eðlilega á meðan staðan væri svona í leikskólamálum. „Við getum ekki farið í vinnuna okkar vegna þess að þið eruð ekki búin að vinna vinnuna ykkar. Því miður. Við sjáum það best á því að þið eruð að kynna hérna tillögur sem áttu ekki að vera kynntar. Þið ætluðuð ekki að sinna þessu,“ sagði Kristín. „Þið ætluðuð að láta okkur hlusta á svör um að það væru ekki til frekari tillögur í þessum málum, það væri ekki hægt að opna Ævintýraborgir við Nauthólsveg fyrr en eftir dúk og disk. Það ætti ekki að vera hægt og við áttum bara að sýna því skilning.“ Nóg er um að vera í ráðhúsinu og ljósmyndari Vísis vekur hér greinilega áhuga þessa barns.Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi hún fulltrúa í borgarráði fyrir að hafa ekki rætt við foreldrana sem mættu með börnin sín í ráðhúsið í morgun. „Mér finnst það bæði kæruleysi og dónaskapur við okkur og mér finnst líka leiðinlegt að við mætum hérna klukkan 8:45 með börnin okkar, 18 mánaða og yngri og meirihlutinn sér sé ekki fært að koma og tala við okkur. Meirihluti borgarráðs gengur meðfram veggjum og lætur sig hverfa inn í borgarráðsherbergi og talar ekki við okkur,“ sagði Kristín. Einar ekki orðinn sófakartafla í stjórnsýslukerfinu Hún hrósaði þó því að Einar Þorsteinsson einn í meirihluta hafi rætt við foreldrana. „Sem ert ekki orðin sófakartafla í þessu stjórnsýslukerfi, því þú ert nýkominn inn í þessa pólitík og ég vona bara að þessi kraftur haldi áfram í kring um þig og þú þjappist ekki inn í þetta kerfi sem er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Þá gagnrýndi hún framsetningu tillaganna. Of mikið væri um tölur og orð sem þýddu ekkert fyrir foreldrana sem mættir væru til að fá svör. „Við erum ekki áhugafólk um skipulag og innritun í leikskólum í Reykjavík. Við erum hvorki áhugafólk né sérfræðingar um það. Það að einhver sextíu pláss opni á Kirkjusandi 2023 segir mér ekki hvenær barnið mitt kemst inn á leikskóla. Alls ekki,“ sagði Kristín og sagði engin svör felast í þessari kynningu fyrir hana sjálfa. Foreldrar og börn spjalla við fulltrúa í borgarráði.Vísir/Vilhelm „Eina dagsetningin sem við höfum í þessum er í byrjun september varðandi Ævintýraborgir. Mitt barn er rosalega aftarlega á biðlista í aðlögun í Ævintýraborgum við Nauthólsveg og það er fætt í mars 2021. Það segir okkur að Ævintýraborgir við Nauthólsveg losa okkur foreldra barna 18 mánaða og eldri undan þessu bulli sem hefur verið upp á síðkastið,“ sagði Kristín. „En eftir standa rosalega mörg börn og foreldrar barna frá 12 mánaða upp í 18 mánaða. Hér í þessum tillögum eru engin svör um nákvæmlega hvenær við fáum pláss. Við erum búin að vera útsjónasöm, við erum búin að reikna með því að þið ætlið að gefa okkur pláss núna, 1. september.“ Vill niðurgreiðsluna til foreldra Hún benti á að foreldrar í salnum hefðu fengið bréf í marsmánuði þess efnis að börn þeirra fengju pláss á leikskóla 1. september næstkomandi. „Þið eruð að plata okkur og þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur. Það eru engar dagsetningar hérna, það eru engin bein svör. Mér finnst rosalega leiðinlegt að þurfa að vera svona hörð og þurfa að eyða kröftunum mínum í að vera hér og sýna ykkur aðhald,“ sagði Kristín. Fjöldi foreldra barna, sem hafa ekki fengið inn á leikskóla í Reykjavík, er saman kominn í ráðhúsinu.Vísir/Vilhelm Hún hvatti borgarfulltrúana til að útfæra enn betri tillögur í næstu viku og sagðist sakna einnar tillögu. „Það er að þið takið peningana sem er búið að eyrnamerkja hverju einasta barni, 300 þúsund krónur í niðurgreiðslu, og afhendið börnunum okkar þennan pening á meðan við sýnum útsjónarsemi og finnum dagvistun fyrir þau fyrir þann pening.“ Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni svaraði athugasemdum Kristínar í kjölfarið en hlusta má á ræðu hennar og svör Einars í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17
Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58