Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:58 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er bjartsýn á breytingar. Vísir/Vilhelm Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira