Fótbolti

Tveir leik­menn geta ekki spilað gegn West Ham vegna Brexit

Atli Arason skrifar
Ibrahim Said er lykilleikmaður hjá Viborg en hann hefur spilað meirihluta af leikjum liðsins á þessu tímabili
Ibrahim Said er lykilleikmaður hjá Viborg en hann hefur spilað meirihluta af leikjum liðsins á þessu tímabili Getty Images

Viborg verður án tveggja leikmanna fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld en þeir fá ekki landvistarleyfi fyrir ferðalaginu til Englands.

Þetta eru þeir Ibrahim Said frá Nígeríu og Alassana Jatta frá Gambíu. Þeir mega ekki ferðast með Viborg vegna þess að England hleypir ekki einstaklingum utan Evrópu til landsins án ítarlegrar bakgrunnsskoðunar. Reglur sem komu í kjölfar þess að Bretland sagði sig úr Evrópusambandinu.

„Við höfum reynt allt. Við erum búnir að vera í samskiptum við danska knattspyrnusambandið og evrópska knattspyrnusambandið til að reyna að finna lausn sem hefur reynst ómögulegt. Það tekur nokkrar vikur að fá réttu leyfin fyrir ferðalaginu en leikurinn lá ekki fyrir fyrr en í síðustu viku,“ segir í yfirlýsingu Viborg vegna atviksins. 

„Báðir leikmenn höfðu hlutverki að gegna í liðinu fyrir þennan leik. Þetta er leiðinlegt af knattspyrnulegum ástæðum en einnig af mannlegum ástæðum þar sem þeir munu einnig missa af ótrúlegri upplifun,“ sagði Esper Fredberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viborg. 

Leikur liðanna í kvöld er fyrri leikurinn í umspili fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en liðin munu svo mætast aftur í Danmörk næsta fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×