Louis Saha krefur The Sun um að hætta að nota nafnið sitt Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 20:45 Louis Saha í leik með Manchester United á sínum tíma. Getty Images Louis Saha, fyrrum framherji, Manchester United hefur beðið breska blaðið Sun um að hætta að nota nafnið sitt í tengslum við kynferðisafbrotarmál Benjamin Mendy. Saha skrifaði þetta á Twitter í gær en Mendy er þessa stundina í dómssal í Manchester ásamt félaga sínum, Louis Saha Mattuire, sem er ekki sami maðurinn og Louis Saha, fyrrum framherji United. Mendy og Mattuire hafa verið kærðir fyrir kynferðisafbrot gegn alls 13 konum en Mattuire á að hafa aðstoðað Mendy við afbrotin. Persónum Mattuire og Saha hefur verið ruglað saman af ýmsum fjölmiðlum þar sem þeir eru nánast alnafnar. Í nokkrum fréttum The Sun af málinu, ásamt fleiri fjölmiðlum, hefur verið talað um einungis um Mendy og Saha. Louis Saha hefur því ranglega verið tengdur við málið sem hann kemur ekkert nálægt og hefur það skiljanlega truflað Saha mikið. „Ég vil biðja Sun um að taka nákvæmlega fram að um er að ræða Saha Mattuire en ekki einungis Saha þegar ritað er um þetta hræðilega Mendy mál. Þetta ætti ekki að vera í neinum vafa, vinsamlegast verið sanngjörn við mig,“ skrifaði Saha á Twitter. Louis Saha lék í ensku úrvalsdeildinni í 14 ár, frá 1999 til 2013, með Manchester United, Fulham, Tottenham, Everton, Newcastle og Sunderland. I would like the @TheSun newspaper to precise that it’s Saha Matturie and not simply Saha that it’s named in Mendy horrible case. Don’t let doubts over this. Be fair with me please!!— Louis Saha (@louissaha) August 16, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. 10. ágúst 2022 22:30 Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. 15. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Saha skrifaði þetta á Twitter í gær en Mendy er þessa stundina í dómssal í Manchester ásamt félaga sínum, Louis Saha Mattuire, sem er ekki sami maðurinn og Louis Saha, fyrrum framherji United. Mendy og Mattuire hafa verið kærðir fyrir kynferðisafbrot gegn alls 13 konum en Mattuire á að hafa aðstoðað Mendy við afbrotin. Persónum Mattuire og Saha hefur verið ruglað saman af ýmsum fjölmiðlum þar sem þeir eru nánast alnafnar. Í nokkrum fréttum The Sun af málinu, ásamt fleiri fjölmiðlum, hefur verið talað um einungis um Mendy og Saha. Louis Saha hefur því ranglega verið tengdur við málið sem hann kemur ekkert nálægt og hefur það skiljanlega truflað Saha mikið. „Ég vil biðja Sun um að taka nákvæmlega fram að um er að ræða Saha Mattuire en ekki einungis Saha þegar ritað er um þetta hræðilega Mendy mál. Þetta ætti ekki að vera í neinum vafa, vinsamlegast verið sanngjörn við mig,“ skrifaði Saha á Twitter. Louis Saha lék í ensku úrvalsdeildinni í 14 ár, frá 1999 til 2013, með Manchester United, Fulham, Tottenham, Everton, Newcastle og Sunderland. I would like the @TheSun newspaper to precise that it’s Saha Matturie and not simply Saha that it’s named in Mendy horrible case. Don’t let doubts over this. Be fair with me please!!— Louis Saha (@louissaha) August 16, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. 10. ágúst 2022 22:30 Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. 15. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. 10. ágúst 2022 22:30
Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. 15. ágúst 2022 16:31