Fótbolti

Louis Saha krefur The Sun um að hætta að nota nafnið sitt

Atli Arason skrifar
Louis Saha í leik með Manchester United á sínum tíma. 
Louis Saha í leik með Manchester United á sínum tíma.  Getty Images

Louis Saha, fyrrum framherji, Manchester United hefur beðið breska blaðið Sun um að hætta að nota nafnið sitt í tengslum við kynferðisafbrotarmál Benjamin Mendy.

Saha skrifaði þetta á Twitter í gær en Mendy er þessa stundina í dómssal í Manchester ásamt félaga sínum, Louis Saha Mattuire, sem er ekki sami maðurinn og Louis Saha, fyrrum framherji United.

Mendy og Mattuire hafa verið kærðir fyrir kynferðisafbrot gegn alls 13 konum en Mattuire á að hafa aðstoðað Mendy við afbrotin. Persónum Mattuire og Saha hefur verið ruglað saman af ýmsum fjölmiðlum þar sem þeir eru nánast alnafnar.

Í nokkrum fréttum The Sun af málinu, ásamt fleiri fjölmiðlum, hefur verið talað um einungis um Mendy og Saha. Louis Saha hefur því ranglega verið tengdur við málið sem hann kemur ekkert nálægt og hefur það skiljanlega truflað Saha mikið.

„Ég vil biðja Sun um að taka nákvæmlega fram að um er að ræða Saha Mattuire en ekki einungis Saha þegar ritað er um þetta hræðilega Mendy mál. Þetta ætti ekki að vera í neinum vafa, vinsamlegast verið sanngjörn við mig,“ skrifaði Saha á Twitter.

Louis Saha lék í ensku úrvalsdeildinni í 14 ár, frá 1999 til 2013, með Manchester United, Fulham, Tottenham, Everton, Newcastle og Sunderland.


Tengdar fréttir

Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum

Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.