Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 15:33 Ekið í allar áttir. Þórhallur Þorsteinsson Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson Múlaþing Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson
Múlaþing Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira