Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 13:59 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna á Landspítalanum aldrei hafa verið jafn slæma og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann segir að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Telur alltof marga á skrifstofunni Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, sagði á Sprengisandi á dögunum að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var ósammála Birni. Markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu væri fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verið sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ sagði Magnús Karl. Tækifæri til rannsókna takmörkuð Þá sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum að fá tækifæri til rannsókna hér á landi fældi menntaða lækna frá því að koma til Íslands. Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið. „Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ sagði Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47 Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21 Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann segir að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Telur alltof marga á skrifstofunni Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, sagði á Sprengisandi á dögunum að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var ósammála Birni. Markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu væri fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verið sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ sagði Magnús Karl. Tækifæri til rannsókna takmörkuð Þá sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum að fá tækifæri til rannsókna hér á landi fældi menntaða lækna frá því að koma til Íslands. Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið. „Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ sagði Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47 Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21 Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47
Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21
Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56