Stuðningsfólk FCK lét danskan landsliðsmann fá það óþvegið: „Ert og verður alltaf Bröndby svín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 15:30 Stuðningsfólk FC Kaupmannahafnar er með munninn fyrir neðan nefið. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn tók á móti Trabzonspor á Parken í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Einn leikmaður gestanna fékk sérstaklega að kenna á því hjá stuðningsfólki heimaliðsins. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55