„Þetta er algjör skrípaleikur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 20:20 Margt var um börn í Ráðhúsinu í dag. vísir Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01