Innlent

Stýri­hópur um leik­skóla­mál skilar minnis­blaði fyrir fimmtu­dag

Árni Sæberg skrifar
Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill

Stýrihópur sem heldur utan um uppbyggingu leikskóla í Reykjavík mun skila minnisblaði um stöðu mála fyrir fund borgarráðs á fimmtudag.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Í gær gekkst Helgi við því að borgin hafi verið of fljót á sér að lofa öllum börnum tólf mánaða og eldri leikskólaplássi í haust.

Stýrihópurinn fundaði í gær ásamt Einari Þorsteinssyni, formanni borgarráðs, borgarritara og upplýsingastjóra borgarinnar. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að á fundinum hafi staða á framkvæmdum verið rædd ásamt innritun barna í leikskóla.

„Við erum með minnisblað í mótun en við erum ekki komin á þann stað að geta sagt til um neitt enn þá,“ var haft eftir Helga í gær.

Leikskólamálin í borginni hafa mikið verið í umræðunni undanfarið en loforð borgarinnar um að öll börn tólf mánaða og eldri fengju pláss á leikskóla í haust stóðust ekki.

Uppgefnir foreldrar hafa meðal annars tekið upp á því að mótmæla í ráðhúsinu og hóta að koma upp hústökuleikskóla þar.


Tengdar fréttir

Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum

Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin.

Vilja bið­lista­bætur í borginni

Sjálf­stæðis­menn vilja koma á svo­kölluðum bið­lista­bótum í Reykja­vík fyrir for­eldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leik­skóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meiri­hlutinn tekur ekki illa í hug­myndirnar en segir megin­á­hersluna þá að fjölga leik­skóla­plássum.

„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu

Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg.

Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×