„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2022 22:22 Arnari Gunnlaugssyni fannst Víkingar vera linir í fyrri hálfleiknum gegn Blikum. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira