Sævar Atli Magnússon byrjaði í framlínu Lyngby í kvöld en Mikael Anderson var hvergi sjáanlegur í leikmannahópi AGF.
Miðvörðurinn Yann Bisseck skoraði eina mark leiksins fyrir AGF á 20. mínútu eftir stoðsendingu Nicolais Poulsen.
Sævar Atla var skipt af velli á 67. mínútu en Lyngby er með tvö stig eftir fimm leiki í tíunda sæti af tólf liðum. Aab frá Álaborg er jafnt þeim að stigum sæti neðar en OB, lið Arons Elís Þrándarsonar er á botninum með eitt stig.
AGF er í þriðja sæti með tíu stig, jafnmörg og Silkeborg sem er sæti ofar, þremur stigum á eftir toppliði Nordsjælland.