Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 21:00 Björgvin Sólberg segir ólíklegt að barn hans, sem er að verða tveggja ára, fái pláss á leikskóla fyrr en í lok árs. vísir/egill Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. „Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira