Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson á landsleik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta sem fram fór í Rotherham í Englandi eftir að farbanni hans lauk. Vísir/Vilhelm Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira