Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna útsetts viðskiptavinar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 11:22 Öryggisverðir reyndu að halda fólki inni en fólkið hafði betur að lokum líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni. Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47
Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13