Það voru Ion Perelló Machi og Alexander Már Þorláksson sem skoruðu mörk Þórs í leiknum en Alexander Már hefur skorað sex mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað fyrir Þórsara síðan gekk til liðs við félagið um mitt sumar.
Fyrir þetta tap hafði HK leikið átta leiki í röð án taps en toppliðið hafði haft betur í sjö þeirra og gert jafntefli í einum.
Grindavík lagði svo Kórdrengi að velli sömuleiðis 2-0 suður með sjó. Kristófer Páll Viðarsson og Kairo Asa Jacob Edwards-John voru á skotskónum fyrir Grindavík í þeim leik.
HK er á toppi deildarinnar með 37 stig, eini stigi á undan Fylki sem er í öðru sæti. HK-ingar eru með 10 stiga forskot á Fjölni sem á leik til góða.
Þór er komið upp í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig eftir rólega byrjun á stigasöfnun framan af sumri. Grindavík er svo í níunda sæti með 20 stig og Kórdrengur sæti neðar með 18 stig. KV er í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig.