Fótbolti

Þægilegur sigur Bayern München

Hjörvar Ólafsson skrifar
Bæjarar léttir í lundur að leik loknum. 
Bæjarar léttir í lundur að leik loknum.  Vísir/Getty

Bayern München er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku efstu deildinni í fótbolta karla. Liðið vann Wolfsburg með tveimur mörkum gegn engu á Allianz Arena. 

Það voru Jamal Musiala og Thomas Müller sem skoruðu mörk Bayern München en heimamönnum tryggðu sér sigurinn með því að skora tvisvar undir lok fyrri hálfleiks.

Bayern München og Borussia Dortmund hafa sex stig eftir tvær umferðir en Dortmun vann Freiburg á föstudagskvöldið síðastliðið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.