Fótbolti

Ancelotti ætlar að hætta í fótbolta eftir Real Madrid

Atli Arason skrifar
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd.
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd. EPA-EFE/Sergio Perez

Carlo Ancelotti hefur gefið það út að hann mun ekki taka við öðru knattspyrnufélagi á sínum ferli eftir að hann yfirgefur Real Madrid.

Ítalski knattspyrnustjórinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Real Madrid en hann hefur ekki útilokað að framlengja þann samning, Real Madrid verður hins vegar síðasta liðið sem hann stýrir.

„Eftir Real Madrid þá mun ég hætta í fótbolta. Real Madrid er í efstu hillu fótboltans svo það er rökrétt að segja þetta gott þegar mínum tíma er lokið hér,“ sagði Ancelotti við ítalska blaðið Il Messaggero

Hinn 63 ára gamli Ancelotti var leikmaður í 16 ár og hefur verið knattspyrnustjóri síðustu 30 ár. Á þessum 30 árum hefur Ancelotti unnið 24 titla,  þar á meðal ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku deildina. Ancelotti hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×