Fótbolti

Aron spilaði allan tímann í markalausum leik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Aron Bjarnason á fast sæti í liði Sirius. 
Aron Bjarnason á fast sæti í liði Sirius.  Mynd/Sirius

Sirius gerði markalaust jafntefli við Helsingborg þegar liðin leiddu saman hesta sína í sænsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Aron Bjarnason spilaði allan tímann á hægri vængnum hjá Sirius en Óli Valur Ómarsson sat sem fastast á varamannabekknum frá upphafi til enda. 

Leikurinn var liður í 18. umferð deildarinnar en Sirius hefur nú 25 stig og situr í níunda sæti deildarinnar. 

Aron er fastamaður hjá Sirius en hann hefur byrjað 17 af 18 deildarleikjum liðsins og kom inná sem varamaður í eina leiknum sem hann byrjaði á bekknum. 

Óli Valur hefur hins vegar verið einu sinni í byrjunarliði Sirius og komið tvisvar inná sem varamaður síðan hann kom frá Stjörnunni fyrr í sumar.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.