Fótbolti

Berglind Björg leysti Svövu Rós af hólmi í hálfleik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 45 mínúturnar fyrir Brann í jafnteflinu í dag. 
Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 45 mínúturnar fyrir Brann í jafnteflinu í dag.  Vísir/Getty

Brann gerði 1-1 jafntefli við Stabæk þegar liðin áttus við í 17. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. 

Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Brann í þessum leik en hún vék fyrir Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í framlínu liðsins í hálfleik. 

Brann hafði haft betur í síðustu þremur leikjum sínum í deild og bikar fyrir þennan leik en liðið trónir á toppi deildarinnar með 44 stig. 

Svava Rós, Berglind Björg og samherjar þeirra hjá Brann hafa sex stiga forskot á Rosenborg sem er í öðru sæti.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.