Fótbolti

Ungu varamennirnir snéru taflinu við fyrir Dortmund

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hinn 17 ára Youssoufa Moukoko átti stóran þátt í endurkomu Dortmund.
Hinn 17 ára Youssoufa Moukoko átti stóran þátt í endurkomu Dortmund. Alex Grimm/Getty Images

Borussia Dortmund vann 1-3 endurkomusigur er liðið heimsótti Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það voru varamennirnir Jamie Bynoe-Gittens og Youssoufa Moukoko sem snéru taflinu við fyrir gestina.

Heimamenn í Freiburg komust yfir með marki frá Michael Gregoritsch á 35. mínútu og staðan var því 1-0 ó hálfleik.

Um miðjan síðari hálfleik gerðu gestirnir í Dortmund tvær breytingar á liðinu með stuttu millibili þegar hinn 18 ára Jamie Bynoe-Gittens kom inn af varamannabekknum á 64. mínútu og hinn 17 ára Youssoufa Moukoko kom inn á sex mínútum síðar.

Þeir áttu svo sannarlega eftir að hafa áhrif á leikinn því Jamie Bynoe-Gittens jafnaði metin fyrir gestina á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá Youssoufa Moukoko áður en sá síðarnefndi kom liðinu í forystu sjö mínútum síðar.

Það var svo Marius Wolf sem skoraði þriðja mark Dortmund á 88. mínútu og niðurstaðan því 1-3 sigur gestanna. Dortmund hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, en Freiburg hefur unnið einn og tapað einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×