Erlent

Björguðu grunuðum banka­ræningja úr göngum nærri Vatíkaninu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls tóku björgunaraðgerðir átta klukkutíma.
Alls tóku björgunaraðgerðir átta klukkutíma.

Slökkviliðsmenn á Ítalíu björguðu í dag karlmanni sem hafði fests í göngum sem hann gróf sjálfur í Rómarborg nærri Vatíkaninu. Talið er að maðurinn hafi verið að grafa göngin til þess að ræna banka en hann festist eftir að þau hrundu.

Björgunaraðgerðir tóku alls átta klukkutíma en maðurinn dvelur nú á spítala. Hann má eiga von á því að vera færður í fangaklefa um leið og heilsa hans er orðin betri.

Maðurinn var ekki einn að verki en talið er að þeir hafi alls verið fjórir í göngunum að grafa þegar þau hrundu. Þrír þeirra náðu að koma sér úr göngunum að sjálfsdáðum en tveir þeirra voru handteknir á staðnum.

Inngangur ganganna var í tómu verslunarhúsnæði sem mennirnir höfðu nýlega leigt en húsnæðið er nálægt tveimur bönkum. Íbúar í nágrenninu segja í samtali við BBC að þeir töldu að mennirnir væru að gera húsnæðið upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.