Innlent

Vilja ekki tjá sig um viðræður um gagnaver á Bakka

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Viðmælendur Fréttablaðsins vildu ekki tjá sig um málið.
Viðmælendur Fréttablaðsins vildu ekki tjá sig um málið. Vísir/Vilhelm

Mikil leynd hvílir yfir viðræðum sem standa yfir milli Norðurþings og erlenda fyrirtækinu Tesseract um áætlanir um að koma upp gagnaveri á iðnaðarsvæðinu á Bakka.

Frá þessu greinir Fréttablaðið en blaðið segir hvorki Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra né Hafrúnu Olgeirsdóttur formann byggðarráðs vilja hafa tjáð sig um viðræðurnar þegar eftir því var leitað.

Fréttablaðið segir byggðarráð Norðurþings hafa fundað með fulltrúum fyrirtækisins í gær.

Katrín sagði í samtali við blaðið að forsenda viðræna væri að viðkomandi hefði fengið vilyrði frá Landsvirkjun um orkuöflun en hún vildi ekki tjá sig um það hvort Tesseract hefði tryggt sér það. 

Mörg gagnaver ganga út á námagröft fyrir rafmyntir en Landsvirkjun hefur gefið það út að fyrirtækið muni ekki veita meiri orku til slíkrar starfsemi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.