Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:16 Arnar leyfði sér að fagna markinu sem tryggði Víkingum framlengingu. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira