Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2022 12:29 Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. MYND/STEFÁN Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22