Lífið

Ástfangin á rauða dreglinum

Elísabet Hanna skrifar
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru ástfangin á rauða dreglinum.
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru ástfangin á rauða dreglinum. Getty/Nina Westervelt

Baltas­ar Kormákur og listakonan Sunn­eva Ása Weiss­happ­el voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 

Mynd­in var frum­sýnd í New York á Muse­um of Modern Art og virtist mikil gleði ríkja meðal aðstandenda myndarinnar. Myndin sem Baltasar leikstýrir fjallar um föður sem fer með dætur sínar til Suður-Afríku þar sem hann kynntist móður þeirra. Þegar þangað er komið breytist draumaferðin í martröð þar sem illgjarnt ljón reynir að ráða daga þeirra. 

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá frumsýningunni:

Baltasar Kormákur, Iyana Halley, Leah Jeffries, Will Packer, Idris Elba og Sharlto Copley á heimsfrumsýningu Beast.Getty/Nina Westervelt
Mikil gleði var meðal þeirra sem komu að myndinni.Getty/Nina Westervelt
Ást og gleði hjá parinu.Getty/Nina Westervelt
Idris Elba og Sabrina Dhowre voru líka ástfangin á rauða dreglinum.Getty/Nina Westervelt
Svo mikil ást hjá Floyd Jeffrie, Leah Jeffries og Lee Jeffries.Getty/Nina Westervelt


Tengdar fréttir

Balta fannst hann eiga smá sér­visku inni hjá Hollywood

Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik.

Baltasar Kormákur selur Smáragötuna

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur selur einbýlishús sitt á Smáragötu í miðborginni. Fasteignamat eignarinnar er 152.500.000 krónur og er óskað eftir tilboði.

Sunneva segir draum að geta unnið með Balta

Listakonan Sunneva Ása Weisshappel birti á Instagram fallegar myndir af sér með Baltasar Kormáki í hestaferð. Hún er í London í augnablikinu og virðist sakna hestaferðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×