Fótbolti

Guð­mundur Þórarins­son til Krítar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson í einum af tólf landsleikjum sínum.
Guðmundur Þórarinsson í einum af tólf landsleikjum sínum. Getty/Mateusz Slodkowski

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við OFI Crete á Krít í Grikklandi.

Hinn þrítugi Guðmundur var síðast á mála hjá Álaborg í Danmörku eftir að hafa orðið MLS-meistari með New York þar áður. 

Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli en hann hafði áður leikið í Danmörku ásamt því að leika hér á landi, í Noregi og Svíþjóð.

Fyrir skemmstu var greint frá því í hlaðvarpinu Þungavigtinni að Guðmundur væri á leið í eina af tíu bestu deildum Evrópu. Sem stendur er Grikkland þó ekki þar en þangað er Guðmundur nú kominn.

OFI Crete endaði í 8. sæti grísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Guðmundur á að baki 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd sem og fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.