Innlent

Opna fyrir að­gengi að gos­stöðvunum á ný

Árni Sæberg skrifar
Nú geta landsmenn og aðrir heimsótt eldgosið í Meradölum á ný.
Nú geta landsmenn og aðrir heimsótt eldgosið í Meradölum á ný. Vísir/Vilhelm

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum.

Lokað var fyrir aðgengi almennings að eldgosinu á sunnudaginn og svo hefur verið síðan þá. Þó hafa margir lagt leið sína að eldgosinu, þvert á skipanir lögreglu.

Nú þegar opnað hefur verið fyrir gönguleiðina að gosinu leggur lögreglan áherslu á að fólk búi sig vel áður en lagt er af stað að eldgosinu.

Unnið var að því að stika leið A, sem flestir ganga að gosinu, í gær og nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.