Fótbolti

Lech Poznan gefur árskortshöfum frítt á leikinn gegn Víkingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Lech Poznan þurfa á stuðningi að halda gegn Víkingi.
Leikmenn Lech Poznan þurfa á stuðningi að halda gegn Víkingi. Vísir/Diego

ÞPólsku meistararnir í Lech Poznan gera sér greinilega algjörlega grein fyrir því að liðið þarf á stuðningi að halda er Víkingur mætir í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Eigendur árskorta á heimaleiki liðsins munu fá frítt á leikinn.

Pólsku meistararnir hafa byrjað tímabilið illa og eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki í pólsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hafa aðeins leikið þrjá leiki er liðið strax ellefu stigum á eftir toppliði Wisla Plock, sem hefur þó leikið einum leik meira.

Til að bæta gráu ofan á svart þá á Lech Poznan í hættu á því að missa af sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að liðið tapaði fyrri leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings 1-0.

Stuðningsmenn liðsins eru ekki hræddir við að láta í sér heyra ef þeim finnst liðið ekki standa sig eins vel og búist var við af þeim og mátti meðal annars sjá leikmenn liðsins hlusta á þrumuræðu stuðninsgmanna eftir tapið gegn Víking.

Lech Poznan hefur nú biðlað til stuðningsmanna sinna um að mæta á völlin er Víkingur mætir í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Í gær birtist svo myndband af fyrirliða liðsins, Mika­el Is­hak, þar sem hann viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið að falla liðinu í hag og að liðið þurfi virkilega á stuðningi að halda. Þá bætir hann einnig við í lok myndbandsins að eigendur árskorta, sem annars gilda bara á heimaleiki í deild, muni fá frítt á leikinn mikilvæga á fimmtudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.