Erlent

Ákærður fyrir að myrða tvo í Albuquerque

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jarðarfarargestir dreifa mold yfir gröf Aftab Hussein, eins mannanna sem var skotinn til bana í Albuquerque.
Jarðarfarargestir dreifa mold yfir gröf Aftab Hussein, eins mannanna sem var skotinn til bana í Albuquerque. AP/Chancey Bush

Yfirvöld hafa ákært hinn 51 árs gamla Muhammad Syed fyrir morð á tveimur múslimum í Albuquerque í Nýju-Mexíkó en hann er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur mönnum til viðbótar að bana.

Á sunnudag lýsti lögreglan í Albuquerque eftir dökksilfruðum Volkswagen Jetta sem hún taldi tengjast morðinu á hinum 25 ára Naeem Hussain sem var skotinn til bana á föstudag. 

Fyrr í kvöld greindi lögreglan svo frá handtöku eiganda bílsins en samkvæmt nýjustu upplýsingum fór handtaka hans fram í gær. 

Maðurinn hefur nú verið nafngreindur sem Muhammad Syed en hann er 51 árs gamall maður frá Afghanistan. Hann er grunaður um að hafa skotið fjóra múslima til bana í Albuquerque.

Fjórir múslimar verið skotnir til bana í Albuquerque síðastliðna tíu mánuði

Á síðastliðnum tíu mánuðum hafa fjórir múslimar verið skotnir til bana í austurhluta Albuquerque-borgar. Morðin hafa vakið mikinn óhug fólks og eru þau talin hatursglæpir sem beinist gegn múslimum.

Þrír mannanna voru skotnir til bana á tveggja vikna tímabili sem náði yfir mánaðamót júlís og ágústs. Það voru hinn 25 ára Naeem Hussain, hinn 27 ára Afzaal Hussain og hinn 41 árs Aftab Hussein en allir þrír voru þeir frá Pakistan og tilheyrðu sömu mosku í Albuquerque. 

Hinn 62 ára Mohammad Ahmadi frá Afghansistan var skotinn til bana rúmum níu mánuðum áður, í nóvember á síðasta ári.

Að sögn lögreglu var ráðist á mennina fyrirvaralaust og þeir skotnir til bana.


Tengdar fréttir

Maður grunaður um morð á fjórum múslimum hand­tekinn

Lögreglan í Albuquerque í Nýju-Mexíkó hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt Naeem Hussain, 25 ára gamlan múslima, á föstudag og ók bíl sem lögreglan hefur verið að leita að í tengslum við morðið. Lögreglan grunar manninn einnig um að hafa skotið þrjá aðra múslima til bana í borginni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.