Maður grunaður um morð á fjórum múslimum handtekinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 19:45 Lögreglan hefur fundið bílinn sem hún hefur leitað að í tengslum við morðið á Naeem Hussain í Albuquerque og handtekið ökumanninn. AP/Adolphe Pierre-Louis Lögreglan í Albuquerque í Nýju-Mexíkó hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt Naeem Hussain, 25 ára gamlan múslima, á föstudag og ók bíl sem lögreglan hefur verið að leita að í tengslum við morðið. Lögreglan grunar manninn einnig um að hafa skotið þrjá aðra múslima til bana í borginni. Harold Medina, lögreglustjórinn í Albuquerque, greindi frá þessu í færslu á Twitter rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Þar segir hann að lögreglan hafi leitað uppi ökutæki sem er talið tengjast morðinu á múslima í Albuquerque. Bílstjórinn hafi verið handtekinn og hann sé sá sem lögreglan gruni helst um morð á fjórum múslimum í borginni á undanförnum . We tracked down the vehicle believed to be involved in a recent murder of a Muslim man in Albuquerque. The driver was detained and he is our primary suspect for the murders. We will update the media later this afternoon.— APD Chief of Police (@ABQPoliceChief) August 9, 2022 Talið að morðin fjögur tengist Talið er að morðið á föstudag tengist morðum á þremur öðrum múslimum sem voru skotnir til bana í austurhluta Albuquerque á undanförnum tíu mánuðum en þar af áttu þrjú morðanna sér stað á innan við tveimur vikum. Allir mennirnir fjórir eru múslimar sem eru af suður-asísku bergi brotnir. Bíllinn sem lögreglan í Albuquerque hefur verið að leita að frá því á sunnudag, dökksilfraður Volkswagen Jetta, er fundinn og ökumaður hans líkaAP Lögreglan hefur ekki staðfest að morðin fjögur tengist en þau segja að verið sé að rannsaka hvort það sé raunin. Þá hefur ekki enn komið fram hvort morðin fjögur séu rannsökuð sem hatursglæpir en það má teljast líklegt að svo verði ef þau tengjast. Morðin hafi vakið mikinn óhug og ótta meðal múslima í borginni og greint hefur verið frá því fólk sé jafnvel orðið hrætt við að fara út fyrir hússins dyr. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvernig morðin áttu sér nákvæmlega stað en segir að í tilfellum fyrstu þriggja mannanna sem voru skotnir til bana, þeirra Muhammad Afzaal Hussain, Aftab Hussein og Mohammad Ahmadi, hafi verið „ráðist á þá úr launsátri, þeir skotnir og drepnir.“ Aðeins nokkrum klukkustundum eftir bænastund fyrir tvö fórnarlambanna á föstudag fannst Naeem Hussain látinn. Þriðji músliminn sem hefur verið drepinn á innan við tveimur vikum og sá fjórði frá því í nóvember á síðasta ári. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Harold Medina, lögreglustjórinn í Albuquerque, greindi frá þessu í færslu á Twitter rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Þar segir hann að lögreglan hafi leitað uppi ökutæki sem er talið tengjast morðinu á múslima í Albuquerque. Bílstjórinn hafi verið handtekinn og hann sé sá sem lögreglan gruni helst um morð á fjórum múslimum í borginni á undanförnum . We tracked down the vehicle believed to be involved in a recent murder of a Muslim man in Albuquerque. The driver was detained and he is our primary suspect for the murders. We will update the media later this afternoon.— APD Chief of Police (@ABQPoliceChief) August 9, 2022 Talið að morðin fjögur tengist Talið er að morðið á föstudag tengist morðum á þremur öðrum múslimum sem voru skotnir til bana í austurhluta Albuquerque á undanförnum tíu mánuðum en þar af áttu þrjú morðanna sér stað á innan við tveimur vikum. Allir mennirnir fjórir eru múslimar sem eru af suður-asísku bergi brotnir. Bíllinn sem lögreglan í Albuquerque hefur verið að leita að frá því á sunnudag, dökksilfraður Volkswagen Jetta, er fundinn og ökumaður hans líkaAP Lögreglan hefur ekki staðfest að morðin fjögur tengist en þau segja að verið sé að rannsaka hvort það sé raunin. Þá hefur ekki enn komið fram hvort morðin fjögur séu rannsökuð sem hatursglæpir en það má teljast líklegt að svo verði ef þau tengjast. Morðin hafi vakið mikinn óhug og ótta meðal múslima í borginni og greint hefur verið frá því fólk sé jafnvel orðið hrætt við að fara út fyrir hússins dyr. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvernig morðin áttu sér nákvæmlega stað en segir að í tilfellum fyrstu þriggja mannanna sem voru skotnir til bana, þeirra Muhammad Afzaal Hussain, Aftab Hussein og Mohammad Ahmadi, hafi verið „ráðist á þá úr launsátri, þeir skotnir og drepnir.“ Aðeins nokkrum klukkustundum eftir bænastund fyrir tvö fórnarlambanna á föstudag fannst Naeem Hussain látinn. Þriðji músliminn sem hefur verið drepinn á innan við tveimur vikum og sá fjórði frá því í nóvember á síðasta ári.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira