Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 15:33 Í fyrrakvöld lentu erlend hjón í vandræðum þegar tvö ung börn þeirra örmögnuðust á leið frá gosstöðvunum. Kolbrún Baldursdóttir vill að yfirvöld beiti sér gegn því að fólk taki börn sín með upp að gosinu. Samsett Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. „Ég, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins vil mælast til þess að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara ekki með ung börn sín að gosstöðvunum,“ svo hefst yfirlýsing sem Kolbrún sendi fréttastofu í tilefni af fréttaflutningi af því að ung börn séu í nokkrum mæli tekin með upp að gosstöðvunum í Meradölum. Í gær var greint frá því að tvö ung börn hefðu örmagnast á leið niður frá gosstöðvunum í erfiðum veðuraðstæðum. Björgunarsveitarmaður sagði í samtali við Vísi að nokkuð algengt væri að fólk tæki ung börn sín með í gönguna, sér í lagi erlendir ferðamenn. Minnir á tilkynningarskylduna Kolbrún segir að foreldrar ættu ekki heldur að taka með börn sem orðin eru stálpuð en vegna ungs aldurs hafi hvorki þrek né úthald til að ganga langa vegalengd, leið sem er bæði grýtt og brött á köflum. Þá minnir Kolbrún á tilkynningarskyldu sextándu greinar barnaverndarlega sem kveður á um að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu. Þá sé það hlutverk foreldra að gæta að velferð og vellíðan barna sinna. Í fyrstu grein barnaverndarlaga segir að foreldrum beri að gæta velfarnaðar barna sinna í hvívetna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Börn og uppeldi Flokkur fólksins Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
„Ég, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins vil mælast til þess að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara ekki með ung börn sín að gosstöðvunum,“ svo hefst yfirlýsing sem Kolbrún sendi fréttastofu í tilefni af fréttaflutningi af því að ung börn séu í nokkrum mæli tekin með upp að gosstöðvunum í Meradölum. Í gær var greint frá því að tvö ung börn hefðu örmagnast á leið niður frá gosstöðvunum í erfiðum veðuraðstæðum. Björgunarsveitarmaður sagði í samtali við Vísi að nokkuð algengt væri að fólk tæki ung börn sín með í gönguna, sér í lagi erlendir ferðamenn. Minnir á tilkynningarskylduna Kolbrún segir að foreldrar ættu ekki heldur að taka með börn sem orðin eru stálpuð en vegna ungs aldurs hafi hvorki þrek né úthald til að ganga langa vegalengd, leið sem er bæði grýtt og brött á köflum. Þá minnir Kolbrún á tilkynningarskyldu sextándu greinar barnaverndarlega sem kveður á um að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu. Þá sé það hlutverk foreldra að gæta að velferð og vellíðan barna sinna. Í fyrstu grein barnaverndarlaga segir að foreldrum beri að gæta velfarnaðar barna sinna í hvívetna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Börn og uppeldi Flokkur fólksins Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37