Fótbolti

Sænskt C-deildarlið telur að það hafi sett nýtt heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn sænska knattspyrnufélagsins Torns IF fagna marki.
Leikmenn sænska knattspyrnufélagsins Torns IF fagna marki. Instagram/@tornsif

Sænska knattspyrnufélagið Torns IF, spilar í sænsku C-deildinni en heldur því engu að síður fram að það hafi sett heimsmet. Félagið er þó ekki búið að hafa samband við Guinness Book of Records.

Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi.

Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna.

Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding.

Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt.

Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi.

„Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet.

„Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov.

„Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.