Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 16:29 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Hörð í þriggja ára fangelsi. Vísir/Vilhelm Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið gegn Herði fyrir hönd ákæruvaldsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur en það er dómari sem ákveður hvenær dómar eru birtir. DV greindi fyrst frá og hafði niðurstöðuna eftir móður eins brotaþola Harðar. Dagmar Ösp segist ekki geta tjáð sig frekar um efni dómsins né hvort ákæruvaldið muni áfrýja honum eða una niðurstöðunni. Sú ákvörðun sé á hendi ríkissaksóknara. Sakfelldur fyrir brot gegn sextán stúlkum Hörður var handtekinn fyrir rétt rúmlega ári síðan fyrir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Honum var sleppt úr haldi en hélt áfram að brjóta af sér með sams konar hætti. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 9. desember í fyrra sem var síðan ítrekað framlengt vegna þess að hann var talinn líklegur til að halda uppteknum hætti yrði honum sleppt úr haldi. Hörður var upphaflega ákærður fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær. Þann 29. mars gaf saksóknari út aðra ákæru vegna gruns um sambærileg brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Þá var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum að sögn saksóknara. Rannsóknarlögreglumaður sem villtist af réttri braut Hörður var rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra um árabil en eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni tók að halla undan fæti. Hann var til að mynda einn þeirra sem fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um í þætti sínum árið 2006 um karlmenn sem áttu í kynferðislegum samskiptum við börn á netinu. Í þættinum var hann kallaður fíkusbenjamín; en það er nafnið sem hann notaði þegar hann setti sig í samband við unglingsstúlkur. Þá var hann árið 2009 handtekinn í Argentínu með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið gegn Herði fyrir hönd ákæruvaldsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur en það er dómari sem ákveður hvenær dómar eru birtir. DV greindi fyrst frá og hafði niðurstöðuna eftir móður eins brotaþola Harðar. Dagmar Ösp segist ekki geta tjáð sig frekar um efni dómsins né hvort ákæruvaldið muni áfrýja honum eða una niðurstöðunni. Sú ákvörðun sé á hendi ríkissaksóknara. Sakfelldur fyrir brot gegn sextán stúlkum Hörður var handtekinn fyrir rétt rúmlega ári síðan fyrir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Honum var sleppt úr haldi en hélt áfram að brjóta af sér með sams konar hætti. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 9. desember í fyrra sem var síðan ítrekað framlengt vegna þess að hann var talinn líklegur til að halda uppteknum hætti yrði honum sleppt úr haldi. Hörður var upphaflega ákærður fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær. Þann 29. mars gaf saksóknari út aðra ákæru vegna gruns um sambærileg brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Þá var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum að sögn saksóknara. Rannsóknarlögreglumaður sem villtist af réttri braut Hörður var rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra um árabil en eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni tók að halla undan fæti. Hann var til að mynda einn þeirra sem fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um í þætti sínum árið 2006 um karlmenn sem áttu í kynferðislegum samskiptum við börn á netinu. Í þættinum var hann kallaður fíkusbenjamín; en það er nafnið sem hann notaði þegar hann setti sig í samband við unglingsstúlkur. Þá var hann árið 2009 handtekinn í Argentínu með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira