Innlent

Fyrrverandi lögga með fíkniefni í Argentínu

Andri Ólafsson skrifar

Íslendingur á sextugsaldri, sem áður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Argentínu eftir að hann var handtekinn með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum.

Maðurinn heitir, Hörður Sigurjónsson, fæddur 1956. Á árum áður vann hann hjá ríkislögreglustjóra sem rannsóknarlögreglumaður en hann lét af störfum fyrir nokkrum árum, skömmu eftir að hann hafði tapað dómsmáli sem hann höfðaði á hendur embættinu sem hafði fært hann til í starfi. Undanfarin misseri hefur Hörður verið á Spáni en um miðjan síðasta mánuð var hann handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu.

Hann var þá með um fimm kíló af kókaíni í fórum sínum og var einmitt á leiðinni til Spánar. Hörður var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er kominn með verjenda til að annast sín mál.

Annar íslendingur sem situr í gæsluvarðhaldi í Suður-Ameríku vegna fíkniefnasmygls, er Ragnar Erling Hermannson, hann fer fyrir dóm í Brasilíu næstu viku eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í byrjun maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×