Innlent

Gæslu­varð­hald vegna gruns um brot gegn sau­tján stúlkum fram­lengt

Árni Sæberg skrifar
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður á sjötugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 25. apríl vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn sautján stúlkum.

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 9. desember síðastliðinn en í úrskurði héraðsdóms segir að hann sé líklegur til að halda uppteknum hætti ef hann losnar úr gæsluvarðhaldi áður en máli hans er lokið.

Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir að fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær. Þann 29. mars gaf saksóknari út aðra ákæru vegna gruns um sambærileg brot gegn tíu stúlkum til viðbóta. Þá er hann ákærður fyrir vörslur á barnaníðsefni.

Þetta gerði maðurinn á samfélagsmiðlinum Snapchat og hefur fengið viðurnefnið „Snapchat-perrinn“ í fjölmiðlum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.