Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:23 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík verður ekki með mannskap á svæðinu í dag. Vísir//Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13