Innlent

Áfram lokað til morguns

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun.
Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir/Vilhelm

Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í gær var greint frá því að svæðinu yrði lokað frá því klukkan fimm í morgun og þar til tekin yrði ákvörðun um opnun. Eftir að hafa skoðað veðurspár hefur lögreglan ákveðið að halda svæðinu lokuðu til morguns í það minnsta.

Það voru þó nokkrir ferðamenn sem reyndu að koma sér að gosstöðvunum í morgun en var snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni.


Tengdar fréttir

Ung börn ör­mögnuðust á leiðinni frá gos­stöðvunum

Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.