Innlent

Allt að 22 gráður fyrir norðan en gular við­varanir sunnan­lands

Bjarki Sigurðsson skrifar
Akureyri er stútfull af Íslendingum sem hafa reynt að forðast rigninguna á suðvesturlandinu. 
Akureyri er stútfull af Íslendingum sem hafa reynt að forðast rigninguna á suðvesturlandinu.  Vísir/Vilhelm

Í dag eru gular veðurviðvaranir við gildi á Suðurlandi og Faxaflóa en hiti á suðvesturhorninu verður á bilinu níu til sextán stig. Á norðaustanverðu landinu verður þurrt fram eftir degi með hita að 22 stigum. Fyrri hluta dags verður suðaustan átt og snýst hún í suðvestan seinnipartinn. 

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði leiðinda útivistaveður á landinu í dag, nema fyrri part dags á norðaustanverðu landinu. Seinni partinn fer einnig að rigna þar.

„Sunnan 8-15 m/s á morgun og skúrir, en síðdegis kemur úrkomubakki inn yfir landið með samfelldri rigningu. Það verður hins vegar þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu fram á kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurhorfur næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg átt, 5-13 m/s og víða rigning, talsverð við suðurströndina. Vestan og suðvestan 5-10 og skúrir seinnipartinn, en heldur hvassara með suðausturströndinni og léttir til á Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austantil.

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir en bjartivðri suðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, mildast suðaustantil.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Suðvestlæg átt, 3-10 m/s, skýjað og dálitlar skúrir víða um land, síst þó á Austurlandi. Hiti 8 til 14 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.