Lífið

Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman

Elísabet Hanna skrifar
Pete Davidson og Kim Kardashian eru hætt saman.
Pete Davidson og Kim Kardashian eru hætt saman. Getty/ Gotham

Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir.

Heimildir E! News segja þau hafa þó skilið við hvort annað í góðu: „Fullt af ást og virðingu fyrir hvort öðru.“ Samkvæmt heimildinni komust þau að því að fjarsambandið, þar sem Pete er að taka upp mynd í Ástralíu og erfið dagskrá þeirra beggja gerði þeim erfitt fyrir að halda sambandinu gangandi.

Parið byrjaði saman eftir að hafa kynnst við tökur á þættinum Saturday Night Live í október í fyrra. Í kjölfarið tóku ýmsar ljótar athugasemdir sem Kanye West lét falla um Pete að birtast á samfélagsmiðlum. Saman eiga Kim og Kanye börnin North, Psalm, Chicago og Saint.


Tengdar fréttir

Kastar öllu frá sér þegar Kim býður honum með sér í sturtu

Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Kardashians er væntaleg á Hulu í lok september en í þáttunum er fylgst með lífi og leik fjölskyldumeðlima hinnar ofurfrægu Kardashian fjölskyldu sem fólk virðist bara ekki fá nóg af. 

Instagram bannar Kanye

Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah.

David­son orðinn vel merktur Kar­dashian fyrir lífs­tíð

Grínistinn Pete Davidson sýndi nýlega nýtt húðflúr tileinkað kærustu sinni Kim Kardashian. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann fær sér tileinkað henni og má því segja að hann sé vel merktur - og það fyrir lífstíð.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.