Tónlist

Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ye gengur sífellt lengra í því að tala illa um Pete Davidson og áreita fyrrum eiginkonu sína vegna sambandsins.
Ye gengur sífellt lengra í því að tala illa um Pete Davidson og áreita fyrrum eiginkonu sína vegna sambandsins. Getty/Instagram

Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson.

Pete er fyrsti kærasti Kim Kardashian eftir skilnaðinn frá Ye á síðasta ári. Rapparinn hefur alls ekki farið leynt með skoðanir sínar á þessu sambandi og nýtir hvert tækifæri til þess að skjóta á SNL leikarann og uppnefnir hann alltaf sem Skete. 

Í tónlistarmyndbandinu við lagið Eazy sem Ye gaf út með The Game má sjá þegar rapparinn rænir leirútgáfu af Pete Davidson og grefur hann með aðeins höfuðið upp úr jörðinni. Á einum tímapunkti virðist sem Ye haldi á höfði Pete, þar að segja leirútgáfunni af honum. 

Í myndbandinu gróðursetur Ye rósir á gröf Pete sem vaxa svo upp í kringum hann. Í myndbandinu má svo sjá pallbíl fullan af rósum, en Ye sendi slíka blómasendingu á heimili Kim eftir að hún var byrjuð með Pete.

Skjáskot úr myndbandi Ye við lagið Easy.Instagram

Ye birti myndbandið sitt á Instagram og aftast er skrifaður smá texti.

„Allir lifðu hamingjusamir til æviloka, nema Skete" en strikað var yfir nafnið og fyrir neðan var skrifað „þið vitið hver.“

Skjáskot af Instagram myndbandi Ye.Instagram

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina“

„Ég veit ekki hvað hefur ekki gerst hjá Kanye West í þessari viku!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir. Vikan hefur verið viðburðarík í lífi tónlistarmannsins sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Það skal þó tekið fram að West er með geðhvarfasýki sem hann opnaði sig um fyrir fjórum árum síðan.

Mælirinn fullur hjá Kar­dashian sem á­kvað að svara fyrir sig

Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.