„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 10:36 Tómas Guðbjartsson læknir (í bláu, hér á ferð við eldgosið við Fagradalsfjalli á síðasta ári, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Meradali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. Eldgosið við Meradali sem hófst í gær mallaði áfram í nótt. Fjöldi var á staðnum í gærkvöldi og einhver fram á nótt. Tómas var einn af þeim sem lagði leið sína að eldgosinu nánast um leið og fréttir af því brutust út. Gosið er á svipuðum slóðum og eldgosið við Fagradalsfjall í fyrra, sem var afskaplega vinsæll áningastaður ferðamanna, íslenskra sem erlendra. Gosið nú er hins vegar lengra inn á Reykjanesskaganum. Varað hefur verið við því að erfiðra sé að komast að þessi gosi en gosinu í fyrra. „Þetta er snúnara núna, mun snúnara að fara að gosinu heldur en það var vegna þess að þetta er lengra í norður, sagði Tómas, sem ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um gosið. Leiðin sem hann valdi var að vísu ekki eftir neinni gönguleið, enda er Tómas alvanur útivistamaður. „Ég fór að norðvestanverðu, ekki eftir neinni gönguleið. Yfir Þrándarskjöld og kom að gosinu. Öruggasta leiðin vegna þess að það var norðanvindur sem gerir þetta svo ákjósanlegt núna að skoða þetta. Þetta er bara eins og risastór stúka. Maður horfir á þetta úr norðri. Ef að þessi norðanátt helst þá eru þetta frábærar aðstæður,“ sagði Tómas. Frá Suðurstrandavegi, þar sem bílastæði eru , er nokkuð löng ganga. Talað hefur verið um tveggja til þriggja tíma göngu. „Þetta er dálítið langt ef maður gengur frá Suðurstrandarvegi. Við erum að tala um alveg níu kílómetra kannski þannig að þetta bætir töluvert við þessa 4,5 eða fimm sem var. Þetta er dálítið grýtt. Maður þarf að vera í sæmilegu formi með góðan útbúnað,“ sagði Tómas sem lagði áherslu á að göngufólk kynni sér leiðarval og aðstæður áður en haldið er af stað. Mikilvægt að vera með höfuðljós Afar vinsælt reyndist að skoða eldgosið í fyrra í ljósaskiptunum eða að næturlagi. Reikna má með að slíkt verði aftur upp á teningnum nú. Tómas deilir einu lykilráði til þeirra sem ætla sér að berja gosið augun í rökkrinu. „Mjög mikilvægt sem maður sá í gær að vera með höfuðljós. Það vantaði hjá alltof mörgum sem lentu þá í smá veseni á leiðinni til baka. Það er náttúrulega tilkomumest að sjá þetta þegar það byrjar að rökkva eins og Raxi vinur minn kenndi mér,“ sagði Tómas og átti þar við Ragnar Axelsson, ljósmyndara Vísis. Tómas fór í yfir tuttugu ferðir að gosinu við Fagradalsfjall á sínum tíma og er því í ágætri stöðu til að bera gosin saman. „Þetta er svona þrisvar, fjórum, fimm sinnum stærra en þá. Maður sér bara, þessi lægð þarna, þetta er eins og baðker sem er að fyllast upp. Ég var þarna við gosið í fjóran, fjóran og hálfan tíma í gær og maður sá bara að þetta var að fyllast,“ sagði Tómas. Hann lýsti gosinu sem mjög tilkomumiklu, ekki síst í ljósi aðstæðna á gosstöðvunum. „Það er eins og gosið komi upp í hringleikahúsi.“ Maður situr þarna í mosa og maður fór í tvær úlpur. Það var ekki út af kulda heldur hita. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir slösuðust við eldgosið í nótt Tveir ferðamenn slösuðust við eldgosið í Meradölum í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Lögregla biðlar til þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga viðbragsaðila. 4. ágúst 2022 09:12 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 „Ég varð að setjast niður og gráta“ Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. 4. ágúst 2022 09:02 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Eldgosið við Meradali sem hófst í gær mallaði áfram í nótt. Fjöldi var á staðnum í gærkvöldi og einhver fram á nótt. Tómas var einn af þeim sem lagði leið sína að eldgosinu nánast um leið og fréttir af því brutust út. Gosið er á svipuðum slóðum og eldgosið við Fagradalsfjall í fyrra, sem var afskaplega vinsæll áningastaður ferðamanna, íslenskra sem erlendra. Gosið nú er hins vegar lengra inn á Reykjanesskaganum. Varað hefur verið við því að erfiðra sé að komast að þessi gosi en gosinu í fyrra. „Þetta er snúnara núna, mun snúnara að fara að gosinu heldur en það var vegna þess að þetta er lengra í norður, sagði Tómas, sem ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um gosið. Leiðin sem hann valdi var að vísu ekki eftir neinni gönguleið, enda er Tómas alvanur útivistamaður. „Ég fór að norðvestanverðu, ekki eftir neinni gönguleið. Yfir Þrándarskjöld og kom að gosinu. Öruggasta leiðin vegna þess að það var norðanvindur sem gerir þetta svo ákjósanlegt núna að skoða þetta. Þetta er bara eins og risastór stúka. Maður horfir á þetta úr norðri. Ef að þessi norðanátt helst þá eru þetta frábærar aðstæður,“ sagði Tómas. Frá Suðurstrandavegi, þar sem bílastæði eru , er nokkuð löng ganga. Talað hefur verið um tveggja til þriggja tíma göngu. „Þetta er dálítið langt ef maður gengur frá Suðurstrandarvegi. Við erum að tala um alveg níu kílómetra kannski þannig að þetta bætir töluvert við þessa 4,5 eða fimm sem var. Þetta er dálítið grýtt. Maður þarf að vera í sæmilegu formi með góðan útbúnað,“ sagði Tómas sem lagði áherslu á að göngufólk kynni sér leiðarval og aðstæður áður en haldið er af stað. Mikilvægt að vera með höfuðljós Afar vinsælt reyndist að skoða eldgosið í fyrra í ljósaskiptunum eða að næturlagi. Reikna má með að slíkt verði aftur upp á teningnum nú. Tómas deilir einu lykilráði til þeirra sem ætla sér að berja gosið augun í rökkrinu. „Mjög mikilvægt sem maður sá í gær að vera með höfuðljós. Það vantaði hjá alltof mörgum sem lentu þá í smá veseni á leiðinni til baka. Það er náttúrulega tilkomumest að sjá þetta þegar það byrjar að rökkva eins og Raxi vinur minn kenndi mér,“ sagði Tómas og átti þar við Ragnar Axelsson, ljósmyndara Vísis. Tómas fór í yfir tuttugu ferðir að gosinu við Fagradalsfjall á sínum tíma og er því í ágætri stöðu til að bera gosin saman. „Þetta er svona þrisvar, fjórum, fimm sinnum stærra en þá. Maður sér bara, þessi lægð þarna, þetta er eins og baðker sem er að fyllast upp. Ég var þarna við gosið í fjóran, fjóran og hálfan tíma í gær og maður sá bara að þetta var að fyllast,“ sagði Tómas. Hann lýsti gosinu sem mjög tilkomumiklu, ekki síst í ljósi aðstæðna á gosstöðvunum. „Það er eins og gosið komi upp í hringleikahúsi.“ Maður situr þarna í mosa og maður fór í tvær úlpur. Það var ekki út af kulda heldur hita.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir slösuðust við eldgosið í nótt Tveir ferðamenn slösuðust við eldgosið í Meradölum í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Lögregla biðlar til þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga viðbragsaðila. 4. ágúst 2022 09:12 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 „Ég varð að setjast niður og gráta“ Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. 4. ágúst 2022 09:02 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Tveir slösuðust við eldgosið í nótt Tveir ferðamenn slösuðust við eldgosið í Meradölum í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Lögregla biðlar til þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga viðbragsaðila. 4. ágúst 2022 09:12
Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11
„Ég varð að setjast niður og gráta“ Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. 4. ágúst 2022 09:02
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent