„Ég varð að setjast niður og gráta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 09:02 Mikill fjöldi lagði leið sína að gosinu í gær. Vísir/Eyþór Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51