Innlent

Tveir slösuðust við eldgosið í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir vöktuðu eldgosið.
Björgunarsveitir vöktuðu eldgosið. Vísir/Eyþór

Tveir ferðamenn slösuðust við eldgosið í Meradölum í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Lögregla biðlar til þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga viðbragsaðila.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Eins og fjallað hefur verið um var töluverður fjöldi við eldgosið í gær.

Björgunarsveitir voru til taks í gærkvöldi og segir í tilkynningunni að nokkrir ferðamenn hafi þurft á aðstoð að halda vegna smávægilegra meiðsla.

Komið hefur fram að gönguleiðin að eldgosinu sé erfið, en um tvo klukkutíma tekur að ganga að gosstöðvunum.

Vekur lögreglan athygli á því að borið hafi á því að leiðsögumenn hafi sýnt tilmælum viðbragðsaðila lítinn skilning þegar „vaðið var að stað með ferðamenn sem voru illa undir það búnir að leggja í erfiða göngu,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni.

Biðlar lögreglan til allra þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga og fyrirmæla frá viðbragðsaðilum á vettvangi.


Tengdar fréttir

Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið

Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum.

„Ég varð að setjast niður og gráta“

Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×