Fótbolti

Alfons og samherjar komnir langleiðina í umspil

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodø/Glimt. 
Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodø/Glimt.  Vísir/Getty

Bodø/Glimt vann afar öruggan 5-0 sigur þegar liðið fékk litáíska liðið Zalgiris í heimsókn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt sem er í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn sem fram fer í Kaunas eftir slétta viku.

Komist Bodø/Glimt áfram í þessu einvígi eins og allt útlit er fyrir mun liðið mæta annað hvort búlgarska liðinu PFC Ludogorets 1945 eða króatíska liðinu GNK Dinamo í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.