Fótbolti

United vill fá Huddlestone

Valur Páll Eiríksson skrifar
Huddlestone er 35 ára gamall og er ætlað að miðla af reynslu sinni í stöðu leikmanns og þjálfara hjá U21 árs liði United.
Huddlestone er 35 ára gamall og er ætlað að miðla af reynslu sinni í stöðu leikmanns og þjálfara hjá U21 árs liði United. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Manchester United er við það að fá miðjumanninn Tom Huddlestone í sínar raðir. Hann mun spila með U21 árs liði félagsins að vera í þjálfarateymi þess að auki.

Það hefur færst í aukana undanfarin misseri að ensk fótboltafélög semji við eldri leikmenn sem eru komnir yfir hæðina til að spila með yngri liðum sínum og miðli af sinni reynslu.

Írski varnarmaðurinn Paul McShane sinnti slíkri stöðu hjá United í tvö ár, en hann hætti að spila fyrir U21 árs liðið í vor. Jay Spearing var fenginn inn í slíkt hjá Liverpool í sumar og þá sinnir Leon Britton slíkri stöðu hjá Swansea.

Huddlestone er nú ætlað að fylla stöðu McShane en hann er samningslaus eftir að hafa spilað ellefu leiki fyrir Hull City í Championship-deildinni á síðustu leiktíð. Þar á undan lék hann í þrjú ár hjá uppeldisfélagi sínu Derby County en hann var lengst af leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni frá 2005 til 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×