Í dag tók liðið á móti spænska úrvalsdeildarliðinu Rayo Vallecano á Old Trafford en um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn hins hollenska Erik Ten Hag á heimavelli.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Cristiano Ronaldo en hann var í byrjunarliði Man Utd í dag. Portúgalinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi liðsins undanfarnar vikur.
Ronaldo var skipt af velli í leikhléi fyrir ungstirnið Amad Diallo og það var hann sem náði forystunni fyrir Man Utd strax á 48.mínútu.
Alvaro Garcia jafnaði metin fyrir Rayo Vallecano á 54.mínútu og fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-1.
Man Utd hefur leik í ensku úrvalsdeildinni eftir slétta viku þegar liðið fær Brighton í heimsókn.