Fótbolti

Pia Sundhage fyrsta konan til að stýra liði til sigurs í Copa America

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sundhage fékk flugferð í leikslok.
Sundhage fékk flugferð í leikslok. vísir/Getty

Brasilía varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta eftir sigur á Kólumbíu í úrslitaleik keppninnar sem fór fram í Kólumbíu.

Debinha gerði eina mark leiksins þegar hún skoraði úr vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik.

Brasilíska liðið hafði mikla yfirburði í mótinu en liðið fékk ekki á sig mark allt mótið og lauk keppni með 20-0 í markatölu.

Sænska goðsögnin Pia Sundhage þjálfar brasilíska landsliðið. Varð hún í nótt fyrsta konan til að stýra liði til sigurs í Copa America en þetta var í áttunda sinn sem Brasilía vinnur keppnina en hún hefur verið haldin níu sinnum í kvennaflokki og á Argentína einn titil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×