Innlent

Skógar­böðin á Akur­eyri rýmd

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Skógarböðin voru rýmd fyrr í dag.
Skógarböðin voru rýmd fyrr í dag. Vísir/Arnar

Skógarböðin á Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks. Slökkvilið Akureyrar segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í rafmagnstöflu. Ekki hafi kviknað í.

„Það var minniháttar reykur í tæknirými - frá rafmagnstöflu. Lögreglan kom á undan á vettvang og rýmdi svæðið og svo var farið inn í tæknirýmið og við fullvissuðum okkur um að það væri enginn eldur,“ segir Stefán Geir Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri í samtali við fréttastofu.

Slökkviliðið er nú að störfum við reykræstingu tæknirýmisins og vonir eru bundnar við að starfsemin verði komin í lag innan skamms.

Frétt uppfærð kl. 15.20 með færslu Skógarbaðanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×