Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 07:01 Kári og Alexander Aron hafa tekið að sér knattspyrnuþjálfun yngri barna gegn hóflegu gjaldi. Vísir/Einar Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir. Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar
Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira