Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 07:01 Kári og Alexander Aron hafa tekið að sér knattspyrnuþjálfun yngri barna gegn hóflegu gjaldi. Vísir/Einar Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir. Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar
Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira